Nýr búnaður til að mæla geislavirkni

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nýr búnaður til að mæla geislavirkni

05.06.2013

Tollstjóra barst nýverið góð viðbót við tækjabúnað embættisins. Þá afhentu fulltrúar frá Geislavörnum ríkisins embættinu til láns greiningartæki sem mæla geislavirkni í umhverfinu. Tækin verða í notkun tollvarða til reynslu í sex mánuði. Eitt tækjanna, sem er fullkominn geislaskimunarbúnaður, er staðsett í bifreið embættisins. Með notkun þess búnaðar er hægt að finna og þekkja geislavirk efni úr fjarlægð. Búnaðurinn verður notaður til skimunar á flugvöllum, hafnarsvæðum og þeim stöðum öðrum, þar sem nauðsyn er talin á slíku eftirliti

Geislavarnir hafa einnig lánað embættinu litla, næma geislamæla og tollverðir munu bera slík handtæki á sér við störf sín.

Á undanförnum árum hefur verið vaxandi áhersla á skimun eftir geislavirkum efnum á landamærum.

Mikilvægt er að geta sýnt fram á að hérlendis sé ekki síðra eftirlit en í grannlöndum okkar, bæði til að koma í veg fyrir að flutningar um Ísland verði talin auðveld smyglleið og einnig til þess að forðast íþyngjandi ráðstafanir móttökulanda ef þeim finnst skimun ábótavant hér.

Með því að nota þennan búnað sendir embætti Tollstjóra frá sér þau skilaboð, að ekki sé fýsilegt að nota íslenskar hafnir til umflutnings á geislavirkum efnum.

Lán á þessum búnaði er liður í samstarfi embættis Tollstjóra og Geislavarna ríkisins.

Sjá nánar á heimasíðu Geislavarna ríkisins www.gr.is

Nýr búnaður til að mæla geislavirkni Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður, ásamt Sigurði M. Magnússon forstjóra Geislavarna ríkisins og Sigurði Emil Pálssyni viðbúnaðarstjória GR. Hægra megin í tollgæslubílnum má sjá skimunarbúnaðinn, sem þar hefur verið komið fyrir.

Nýr búnaður til að mæla geislavirkni Frá afhendingu tækjanna. Sigurður Emil Pálsson viðbúnaðarstjóri GR útskýrir eiginleika þeirra fyrir tollvörðum.

Til baka