Áhugi á fríverslunarsamningi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Áhugi á fríverslunarsamningi

06.06.2013

Þann 4. júní var haldinn kynningarfundur um upprunareglur fríverslunarsamnings milli Kína og Íslands í samvinnu Íslandsstofu og Utanríkisráðuneytisins. Þessi fundur var haldinn í framhaldi af almennum kynningarfundi vegna samningsins, þar sem í ljós kom mikill áhugi á málefninu.

Andri Marteinsson frá Íslandsstofu var fundarstjóri, Ragnar G. Kristjánsson frá utanríkisráðuneytinu kynnti hvaða tollar eru felldir niður á grundvelli samningsins og í hvaða tilvikum væri um stiglækkandi tolla að ræða á 5 eða 10 ára tímabili. Svanhvít Reith kom fram fyrir hönd Tollstjóra og kynnti upprunareglur samningsins.

Á fundinn, sem haldinn var á Grand hótel, mættu um 100 manns.

Sjá einnig frétt á vef Íslandsstofu

Til baka