Til foreldra sem þiggja greiðslur frá fæðingarorlofssjóði

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Til foreldra sem þiggja greiðslur frá fæðingarorlofssjóði

30.07.2013

Mikilvægt er að þeir foreldrar sem þiggja greiðslur frá fæðingarorlofssjóði hafi sjálfir frumkvæði að því að greiða álagða skatta sem lagðir voru á í álagningu opinberra gjalda í júlílok.

Ólíkt því sem gildir almennt um launagreiðslur þá eru álagðir skattar ekki dregnir af greiðslum frá fæðingarorlofssjóði. Greiðsluseðlar eru ekki sendir þar sem launagreiðendur tilkynna almennt ekki foreldra, sem þiggja greiðslur frá fæðingarorlofssjóði út af launagreiðendaskrá.

Álagningin gjaldfellur á 5 gjalddögum fram að áramótum. Á innheimtuseðli sem fylgir álagningarseðlinum kemur fram hve háa fjárhæð á að greiða á hverjum gjalddaga, eindagi er síðasti virki dagur sama mánaðar. Ef ekki er greitt á eindaga ber krafan dráttarvexti frá gjalddaga.

Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá þjónustuveri Tollstjóra, s. 560 0350, á heimasíðunni www.tollur.is og sýslumönnum utan Reykjavíkur www.syslumenn.is

Til baka