Niðurstöður könnunar um vef Tollstjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Niðurstöður könnunar um vef Tollstjóra

21.10.2013

Alls svöruðu 99 notendur vefsins könnun Tollstjóra um vef embættisins sem nýlega er lokið. Tollstjóri þakkar svarendum kærlega fyrir þátttökuna. Niðurstöður verða nýttar til að bæta vefinn og stefnt er að því að gera sambærilega könnun árlega.

Í könnuninni var spurt hver notandinn væri (einstaklingur eða fyrirtæki), hversu oft hann notaði vefinn, hversu vel honum fyndist vefurinn þjóna tilgangi sínum og hvort hann hafi fundið upplýsingarnar sem hann leitaði. Einnig var hægt að senda inn ábendingu um það sem betur mætti fara.

Rúmlega helmingur svarenda eða 54% voru einstaklingar og 46% starfsmenn fyrirtækja.

Flestum fannst vefurinn þjóna tilgangi sínum vel.

 Ábendingar um vefinn má senda á netfangið vefur[hja]tollur.is

Til baka