Tollverðir hafa stöðvað metmagn af amfetamíni

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollverðir hafa stöðvað metmagn af amfetamíni

31.10.2013

Það sem af er ári 2013 hafa tollverðir stöðvað metmagn af amfetamíni  sem reynt var að smygla inn í landið. Á ofangreindu tímabili hafa rúmlega 30 kíló af efninu verið haldlögð, sem er gríðarleg aukning milli ára.

 

2013

2012

2011

Amfetamín g

30.605

9.546

14.262

Þess utan er búið að haldleggja 300 amfetamín­töflur sem er rúmlega helmingi meira magn en á síðasta ári, því þá voru 140 amfetamíntöflur haldlagðar. Tekið skal fram að ekki liggur fyrir styrkleiki amfetamíns í föstu formi, sem haldlagt hefur verið því sum þeirra mála eru enn í rannsókn.

Hluti af amfetamínfundum tollgæslu  var  amfetamínbasi í vökvaformi sem umreiknaður hefur verið yfir í grömm.  Árið 2011 var um að ræða 1.570 millilítra, en 1.710 það sem af er þessu ári. Umreiknað magn basa í grömm fer eftir styrkleika hans. Reiknað er út samkvæmt styrkleika amfetamíns sem dreift er hér á markaði samkvæmt rannsóknum sem unnar eru af rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eitur­efnafræðum.

 

2013

2012

2011

Amfetamínbasi ml

1.710

0

1.570

Stórt mál á tollpósti með amfetamínbasa og dufti útskýrir að stórum hluta mikla aukningu í Reykjavík.

Haldlagður amfetamínbasi

 

2013*

2012

2011

Amfetamínbasi ml.

1.710

0

1.570

Umreiknaður basi í g.

17.096

0

21.217

*Tímabil frá 1. janúar 2013 til 11. október 2013.

Amfetamínbasi getur innihaldið mismikinn styrkleika og því mismunandi eftir styrkleika hve mörg grömm er hægt að framleiða úr basanum. Iðulega er mikill styrkleiki á basa sem tekinn er á landamærum. Meðalstyrkleiki amfetamíns í götusölu hefur mælst um 5.8% meðan styrkleiki haldlagðs amfetamíns á landamærum getur  farið í  90%. 

Amfetamínbasi í mismunandi umbúðum,  sem reynt var að smygla inn í landið fyrir nokkru.
Amfetamínbasi í mismunandi umbúðum, sem reynt var að smygla inn í landið fyrir nokkru.

Innpakkað amfetamín, sem haldlagt var.
Innpakkað amfetamín, sem haldlagt var.

Túnfiskur var efst í dósinni en þar undir amfetamín.
Í dósinni reyndist vera fleira en túnfiskur, sem átti að vera innihald hennar samkvæmt merkingum, því undir fiskinum var amfetamín.

Til baka