Fíkniefnum smyglað í fíl

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fíkniefnum smyglað í fíl

20.11.2013

Tollverðir stöðvuðu nýverið póstsendingu sem komin var hingað til lands og hafði að geyma fíkniefni. Þegar pakkinn var gegnumlýstur við tollskoðun, sást að hann hafði að geyma styttu af fíl. Hólf sem greina mátti í styttunni vakti grun um að óhreint mjöl í pokahorninu. Svo reyndist vera því hólfið hafði að geyma plastpoka sem innihélt nær tíu grömm af hvítu fíkniefni. Bentu  rannsóknir til þess að um metamfetamín væri að ræða. Pakkinn, sem sendur var hingað til lands frá Taílandi, var merktur sem gjöf. Málið var sent lögreglu til rannsóknar. Þetta dæmi sýnir glögglega  að aðferðirnar til að reyna að smygla fíkniefnum inn í landið eru eins margvíslegar og þær eru margar.

Keramikfíllinn leit sakleysislega út...
Fíkniefnum smyglað í fíl

... en annað kom á daginn þegar pakkinn sem geymdi hann var gegnumlýstur.
Fíkniefnum smyglað í fíl

Til baka