Tollverðir stöðvuðu smygl á 14.000 e-töflum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollverðir stöðvuðu smygl á 14.000 e-töflum

29.11.2013

Tollverðir hafa stöðvað smygl á rúmlega 14.000 e-töflum það sem af er þessu ári. Er það mun meira magn heldur en árið 2012, þegar haldlagðar voru 1.500 e-töflur. Sama máli gegnir um tilraunir til smygls á LSD. Þar hefur magnið stóraukist milli ára, því  það sem af er 2013 hafa tæplega 700 skammtar af efninu verið haldlagðir á móti tíu skömmtum á síðasta ári.

Þá hefur metmagn af amfetamíni verið haldlagt það sem af er árinu, eða rúm 30 kíló, eins og áður hefur komið fram. Að auki hafa verið haldlagðar 300 amfetamíntöflur og ríflega 1.700 millilítrar af amfetamínbasa, sem umreiknaðir í grömm nema rúmlega 17 kílóum af amfetamíni í föstu formi.

E-töflur sem tollverðir hafa haldlagt:

 Fíkniefni

Fíkniefni

LSD sem haldlagt var í tollpósti:

Fíkniefni

Fíkniefni

Til baka