Fjármálaráðherra Grænlands í heimsókn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fjármálaráðherra Grænlands í heimsókn

16.01.2014

Vittus Qujaukitsoq fjármálaráðherra Grænlands ásamt föruneyti heimsækir nú Ísland og kynnir sér atvinnulíf og stjórnsýslu hérlendis. Á dagskrá hans hafa verið kynningar á vatnsaflsvirkjunum, álframleiðslu, sjávarútvegi auk þess sem farið hefur verið yfir norðurslóðastefnu Íslands. Hvað stjórnsýslu varðar mun ráðherrann kynna sér sérstaklega starfsemi toll- og skattyfirvalda.

Í dag mun ráðherrann eiga fund með tollstjóra og fá kynningu á uppbyggingu og starfsemi embættisins. Það er embættinu sönn ánægja að fá tækifæri til að taka á móti ráðherranum og sendinefnd hans og leggja þannig sitt af mörkum til aukins samstarfs á norðurslóðum.

Til baka