Tollalínan – listi yfir afgreiddar tollskýrslur

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollalínan – listi yfir afgreiddar tollskýrslur

17.01.2014

Ný vinnsla hefur bæst við í Tollalínunni. Þar er hægt að panta lista yfir afgreiddar aðflutningsskýrslur eða afgreiddar útflutningsskýrslur.

Ef fyrirtæki er þegar með aðgang að Tollalínunni, þarf að veita starfsmanni sem má panta umrædda lista aðgangsheimildina Afgreiddar tollskýrslur. Forráðamaður fyrirtækisins gagnvart Tollalínunni gerir þetta með því að smella á Aðgangur og síðan Starfsmenn í valmynd Tollalínunnar.

Fyrirtæki, sem ekki er með aðgang að Tollalínunni, þarf að sækja um takmarkaðan aðgang að Tollalínunni til að panta umrædda lista. Sótt er um aðgang með því að smella á hnappinn Sækja um aðgang á síðunni https://vefskil.tollur.is/Tollalinan/Opinn/Rammi2.htm. Þegar umsókn er samþykkt fær forráðamaður fyrirtækisins viðeigandi aðgangsheimildir sjálfkrafa.

Hver listi yfir afgreiddar tollskýrslur kostar 250 krónur, sbr. gjaldskrá Tollalínunnar.

Í lista yfir afgreiddar aðflutningsskýrslur eru eftirtaldir dálkar: kennitala, nafn, sendingarnúmer, afhendingarskilmálar, afhendingarstaður, mynt, gengi, innkaupsverð, flutningskostnaður, annar kostnaður, vátrygging, tollverð og afgreiðsludagur. Innkaupsverð er í erlendri mynt og íslenskum krónum en aðrar upphæðir í íslenskum krónum.

Í lista yfir afgreiddar útflutningsskýrslur eru eftirtaldir dálkar: kennitala, nafn, sendingarnúmer, afhendingarskilmálar, afhendingarstaður, brúttó þyngd (kg), nettó þyngd (kg), mynt, gengi, heildarfjárhæð reiknings, tollverð í erlendri mynt, tollverð í íslenskum krónum og afgreiðsludagur.

Nánari upplýsingar eru á hjálparsíðum, sem fylgja vefsíðum í Tollalínunni.

Til baka