Verklag vegna geymslusvæðiskóða við farmskrárskil

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Verklag vegna geymslusvæðiskóða við farmskrárskil

19.02.2014

Fyrirtækjum sem hafa fengið útgefið starfsleyfi til að reka geymslusvæði fyrir ótollafgreiddar vörur, sbr. 1. mgr. 69. gr. tollalaga, er bent á að frá og með 1. mars 2014 mun embætti Tollstjóra taka upp áður boðað verklag er varðar tilvísun í geymslusvæði með geymslusvæðiskóða við skil á farmskrám til Tollstjóra, sbr. l. liður 2. tl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1100/2006 um vörslu og tollmeðferð vöru. Frá og með 1. mars 2104 verður virkjuð villuprófun í Tollakerfi sem hafnar innlestri farmskrár með CUSCAR ef ekki er geymslusvæðiskóði í farmbréfi. 

Nánar um verklag vegna geymslusvæðiskóða við farmskrárskil

Til baka