Alþjóðadagur villtra dýra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Alþjóðadagur villtra dýra

03.03.2014

Þann 20. desember 2013 ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að gera 3. mars að Alþjóðadegi villtra dýra (e. World Wildlife Day) og er þetta í fyrsta skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Það var einmitt á þessum sama degi sem Samningurinn um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu (CITES) var samþykktur. Í samvinnu við Umhverfisstofnun og Alþjóðatollastofnunina hefur embætti Tollstjóra ákveðið að vekja athygli á CITES málaflokknum.

CITES tengd mál eru á forræði Umhverfisstofnunar en eftirlit og tollafgreiðsla er hins vegar í höndum tollgæslunnar um allan heim. Tollstjóri hefur um árabil sinnt eftirliti bæði í inn- og útflutningi og hafa nokkur mál komið upp í þessu sambandi. Fágæt villt dýr og plöntur eiga undir högg að sækja og um er að ræða vandamál sem hefur í senn skaðleg áhrif á umhverfið, efnahag landa auk neikvæðra félagslegra áhrifa. Það er siðferðisleg skylda okkar allra og stefna stjórnvalda að vernda líffræðilega fjölbreytni landsins og tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

Íslenskur haförn, myndin er birt með góðfúslegu leyfi Dr. Guðmundar A. Guðmundssonar:

Haförn

World Wildlife Day

Til baka