Haldlögðu MDMA - olíu í sjampóbrúsa

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Haldlögðu MDMA - olíu í sjampóbrúsa

30.05.2014

Tollverðir stöðvuðu nýverið póstsendingu, sem reyndist innihalda 350 millilítra af fíkniefninu MDMA-olíu. Sendingin kom frá Hollandi og var stíluð á einstakling hér. Olían hafði verið sett í umbúðir undan hársápu og með þeim hætti átti að koma henni inn í landið.
Tollverðir haldlögðu efnið og fer lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með rannsókn málsins.
Úr umræddu magni hefðu getað fengist 350 grömm af MDMA - dufti, eða allt að 3.500 E-töflur, en MDMA er virka efnið í E- töflum.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Sjampóbrúsinn sem haldlagður var í tollinum reyndist innihalda allt annað og hættulegra efni en hársápu.
Sjampóbrúsinn sem haldlagður var í tollinum reyndist innihalda allt annað og hættulegra efni en hársápu. 

Til baka