LSD og afleiður

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

LSD og afleiður

04.09.2014

Stór hluti þeirra LSD-skammta sem tollverðir hafa lagt hald á það sem af er árinu og greint var frá í fréttum í gær, eru svokallaðar LSD - afleiður. Það þýðir að skammtarnir innihalda að mestu sama virka efnið og er að finna í LSD og veldur ofskynjunum. Öll hafa þessi efni sama útlit, þ.e. þeim er komið fyrir í litskrúðugum spjöldum.

Í frétt frá Tollstjóra varðandi haldlagningu á LSD þar sem af er ári, fórst fyrir að taka þetta fram. Það breytir því hins vegar ekki að haldlagning á LSD - skyldum efnum hefur stóraukist frá fyrri árum.

Til baka