Lokun tekjubókhaldskerfis ríkisins (TBR) 2. janúar 2015

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Lokun tekjubókhaldskerfis ríkisins (TBR) 2. janúar 2015

29.12.2014

Vegna tæknilegrar vinnu við sameiningu sýslumannsembætta verður TBR lokað föstudaginn 2. janúar 2015. Af þeim sökum geta innheimtumenn ríkissjóðs ekki tekið á móti greiðslum, gefið upplýsingar um stöðu skulda, gert greiðsluáætlanir eða gefið upplýsingar um stöðu vanskilaaðgerða.

Hjá Tollstjóra verður eingöngu hægt að greiða skattkröfur með greiðslu inn á bankareikning, en þær verða ekki færðar fyrr en mánudaginn 5. janúar með gildisdegi 2. janúar. Upplýsingar um bankareikninga Tollstjóra er að finna  hér.

Vegna ofangreinds getur þjónustuver innheimtusviðs Tollstjóra ekki svarað fyrirspurnum 2. janúar 2015. Viðskiptavinum er bent á að senda erindi á netfangið fyrirspurn@tollur.is og verður þeim svarað 5. janúar 2015.

Þrátt fyrir fyrrgreinda lokun TBR er gert ráð fyrir því, að innflytjendur sem skuldfæra aðflutningsgjöld, geti tollafgreitt vöru með rafrænum hætti.  Gjaldkerar Tollstjóra munu hins vegar ekki geta afgreitt tollskýrslur, þannig að tollafgreiðsla með staðgreiðslu verður ekki möguleg.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokun TBR kann að valda viðskiptavinum Tollstjóra.

Til baka