Tollstjóri auglýsir stöður lögfræðings og þjónustufulltrúa lausar til umsóknar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollstjóri auglýsir stöður lögfræðings og þjónustufulltrúa lausar til umsóknar

09.01.2015

Tollstjóri auglýsir tvær lausar stöður. Annars vegar stöðu lögfræðings á innheimtusviði og hins vegar stöðu þjónustufulltrúa á sama sviði.

Hægt er að sækja um stöðurnar rafrænt á www.tollur.is/laus-storf eða í auglýsingu á vefsíðu Starfatorgs auglýsing um stöðu lögfræðings og auglýsing um stöðu þjónustufulltrúa.

Frestur til að sækja um störfin rennur út 26. janúar nk. og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar innheimtusviðs, í síma 560-0300.


Til baka