Geysisterkir leysibendar haldlagðir

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Geysisterkir leysibendar haldlagðir

23.01.2015

Tollstjóri haldlagði rúmlega 150 leysibenda á síðasta ári, 2014. Þar á meðal voru tveir geysisterkir eða 50 þúsund mW.  Til samanburðar má geta þess að leysibendar teljast öflugir ef þeir eru sterkari en 1 mW og er innflutningur benda sem eru umfram þann styrk bannaður nema að fengnu leyfi frá Geislavörnum ríkisins.

Leysibendarnir sem haldlagðir voru á árinu, alls 154 stykki, komu í 21 sendingu frá Hong Kong, Kína og Tælandi. Af þessum fjölda komu um hundrað stykki í einni sendingu frá síðarnefnda landinu.

Tollstjóri bendir á að mikil hætta getur skapast af notkun ólöglegra leysibenda eins og dæmin sanna. Má þar nefna atvik þegar þeim hefur verið beint að bifreiðum í akstri og flugvélum. Í því sambandi skal bent á að íslensk­ar flug­vél­ar verða fyr­ir leysi­geislaskoti úr öfl­ug­um leysi­bend­um er­lend­is að meðaltali einu sinni í mánuði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­göngu­stofu. Þá hefur fólk orðið fyrir líkamlegum skaða af óvarlegri meðferð þeirra.

Haldlagðir leysibendar:

Leysibendar

Leysibendar

Leysibendar

Til baka