Tekinn með mikið magn stera og lyfja

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tekinn með mikið magn stera og lyfja

08.04.2015

Mikið magn stera og lyfseðilsskyldra lyfja fannst í fórum íslensks karlmanns nýverið þegar tollverðir stöðvuðu hann við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn, sem er rétt um sjötugt, var að sögn að koma frá Tælandi með millilendingu í Osló. Í ferðatösku hans fundust rúmlega 3500 ambúlur af sterum í vökvaformi auk talsverðs magns af sterum í töfluformi.  Einnig var hann með vel á annað þúsund skammta af lyfseðilskyldum lyfjum.

Tollstjóri kærði málið til lögreglunnar á Suðurnesjum sem fer með rannsókn þess.

Umræddur einstaklingur hefur komið við sögu áður vegna svipaðra mála.

 

Búið var um sterana og lyfin í ferðatösku:

Sterar

 

Um var að ræða mikið magn:

Sterar

Sterar

Til baka