Orðsending til gjaldenda vegna verkfalls BHM starfsmanna hjá Fjársýslu ríkisins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Seðlar og mynt

Orðsending til gjaldenda vegna verkfalls BHM starfsmanna hjá Fjársýslu ríkisins

20.04.2015

Gjaldendur geta átt von á að verða fyrir óþægindum vegna verkfallsins. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út og nýjar kröfur t.d. vegna fyrirframgreiðsluskyldu þing- og sveitarsjóðsgjalda, vörugjalds af ökutækjum og greiðslufrests í tolli birtast ekki í heimabanka gjaldenda.  Framangreint óhagræði hefur ekki áhrif á greiðsluskyldu gjaldenda eða lögboðna gjalddaga og eindaga.

Gjaldendur geta ávallt fengið upplýsingar um skuldastöðu og greitt kröfur hjá innheimtumönnum ríkissjóðs; Tollstjóra og sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins eða lagt inn á bankareikninga þeirra. Upplýsingar um bankareikninga er að finna á heimasíðum Tollstjóra og sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.  

Til baka