Áhrif verkfalls Fjársýslu ríkisins á greiðslu tollkrítar (greiðslufrests í tolli).

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Áhrif verkfalls Fjársýslu ríkisins á greiðslu tollkrítar (greiðslufrests í tolli).

05.05.2015

Vegna verkfalls BHM starfsmanna hjá Fjársýslu ríkisins fá gjaldendur  ekki senda greiðsluseðla og kröfur verða ekki stofnaðar í heimabönkum.  Gjaldendum er bent á að hægt er að greiða gjaldið með millifærslu á reikning Tollstjóra þrátt fyrir að greiðsluseðill berist ekki:

Banki    Hb.     Reikningur    Kennitala   

0101      26       85002               650269-7649

Þá skal senda skýringar á greiðslum á netfangið skattur@tollur.is.

Næstu gjalddagar greiðslufrests í tolli eru 15. maí og 5. júní.  Þeir aðilar sem aðgang hafa að Tollalínunni geta nálgast yfirlit yfir stöðu sína  þar.

Gjaldendur geta átt von á óþægindum vegna þess að handfæra þarf allar greiðslur sem koma inn á reikning Tollstjóra inn á kröfur gjaldenda. Gjaldendum er því bent á að greiða sem fyrst til að koma í veg fyrir mögulega  lokun tollkrítar.                            

Til baka