Nýr vefur Tollstjóra opnaður

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nýr vefur Tollstjóra opnaður

04.06.2015

Í dag 4. júní 2015 var nýr upplýsingavefur Tollstjóra opnaður og er hann afrakstur umfangsmikillar samvinnu fulltrúa frá öllum sviðum embættisins. Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á útliti og virkni vefsins. 

Hann leysir af hólmi þrjá eldri vefi. Við sameiningu vefjanna tókst að fækka vefsíðum um rúmlega 400. Um er að ræða svokallaðan snjallvef útlit og virkni breytist eftir skjástærð og tegund tækis. Þó nokkrar nýjungar eru í vefnum. Nú er t.d. hægt að leita að vörum og vöruflokkum í reiknivél fyrir innflutningsgjöld og neðst á öllum síðum sem innihalda efni gefst notendum kostur á að tjá sig um hvort innihald síðunnar hafi verið hjálplegt. Endurgjöf frá notendum í gegnum þessa leið verður verður nýtt til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. 

Fyrirtækið Sjá gerði notenda- og aðgengisprófanir og Advania sá um forritun og útlitshönnun vefsins.

Kynntu þér betur hvernig vefurinn virkar

 


Til baka