Breytingar á virðisaukaskattsþrepi nokkurra tollskrárnúmera og breytingar á fastnúmerakröfu golfbifreiða

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á virðisaukaskattsþrepi nokkurra tollskrárnúmera og breytingar á fastnúmerakröfu golfbifreiða

30.07.2015

Varðar m.a. innflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

1. Breytingar sem varða virðisaukaskatt af innfluttum vörum.

Skv. i., o., p. og q. liðum 20. gr. laga nr. 33/2015:
Virðisaukaskattur lækkar úr þrepi Ö6 24% í þrep Ö5 11% frá og með 1. ágúst 2015 á eftirtöldum 6 tollskrárnúmerum: 2905.4910, 2924.2960, 2932.1910, 2934.9910, 2938.9010, 2940.0010
Virðisaukaskattur hækkar úr þrepi Ö5 11% í þrep Ö6 24% frá og með 1. ágúst 2015 á eftirtöldum 2 tollskrárnúmerum: 1105.2001 og 1108.1301
   

2. Krafa um fastnúmer golfbifreiða felld niður
Krafa um fastnúmer ökutækja var felld niður af eftirtöldum 2 tollskrárnúmerum frá og með 17. júlí 2015: 8703.1097 og 8703.1098. Breytingin hefur jafnframt í för með sér breytingu á gjaldategundum ofangreindra númera: MO gjald fellur niður en MZ gjald kemur í staðinn; taxtinn er sá sami (30%).
 

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. ágúst 2015, eru aðgengilegir hér á vef Tollstjóra. Aðeins tollskrárlyklar vegna innflutnings taka breytingum. 

Ábendingar
Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru/eru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Tollstjóra má skoða upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra, t.d. fyrir og eftir 1. ágúst 2015, með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu.

Nánari upplýsingar

Um tæknilega framkvæmd: upplýsingatæknideild, rekstrar- og upplýsingatæknisviði, hjá Tollstjóra
ttu[hja]tollur.is eða þjónustuvakt, sími: 560 0505

Um tollamál og tollafgreiðslu: þjónustuver tollasviðs Tollstjóra
upplysingar[hja]tollur.is eða þjónustuvakt, sími: 560 0315

Til baka