Tekin með mikið magn stera

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tekin með mikið magn stera

16.09.2015

Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu nýverið farþega við komuna til landsins sem var með mikið magn af sterum og lyfjum í farangri sínum. Farþeginn, erlend tæplega þrítug kona, var með tvær ferðatöskur sem innihéldu einungis stera og lyf. Lagt var hald á nær 40.000 töflur, einkum stera en einnig að hluta stinningarlyf. Þá voru í töskunum um 2.500 ambúlur og 500 glös af steravökva, auk nokkurs magns af sterum í duft- og hylkjaformi.

Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins sem er lokið.                                                                                                     

Um var að ræða mikið magn stera og lyfja eins og sjá má á myndunum:



Til baka