Nú er hægt að greiða kröfur vegna greiðsluáætlanna í heimabanka

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nú er hægt að greiða kröfur vegna greiðsluáætlanna í heimabanka

09.10.2015

Gjaldendum sem hafa gert greiðsluáætlun um greiðslu skatta sinna býðst nú að greiða kröfur skv. greiðsluáætlun með því að greiða kröfu í heimabanka. Krafan er sett í heimabanka með skýringuna Greiðsluáætlun og kröfuhafi er tilgreindur sem Ríkissjóðsinnheimtur. Vakin er athygli á því að af tæknilegum ástæðum er greiðsludagur greiðsluáætlunar nefndur gjalddagi í heimabanka, en það haggar þó ekki lögboðnum gjalddaga kröfunnar eða álagningu dráttarvaxta.

Kröfur samkvæmt greiðsluáætlun eru færðar í heimabanka með reglubundnum hætti.  Ef þær eru ekki greiddar innan 30 daga frá settum greiðsludegi samkvæmt  greiðsluáætlun fellur krafan úr heimabanka og greiðsluáætlun ógildist. 

Til baka