Á annað hundrað ólöglegra vopna stöðvuð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Á annað hundrað ólöglegra vopna stöðvuð

13.11.2015

Tollverðir hafa, það sem af er þessu ári, stöðvað innflutning á 126 munum sem flokkast undir ólögleg vopn. Að auki hafa 133 leysibendar af ólöglegum styrk verið stöðvaðir. Umræddir munir hafa verið haldlagðir í samtals 74 málum.

Meðal ofangreinds sem tollverðir haldlögðu voru tveir rifflar, ein skammbyssa, og  20 loftbyssur. Einnig 28 ólöglegir hnífar, þar af 16 fjaðurhnífar. Loks má nefna 21 stykki af handjárnum, piparúða og  hnúajárn.

Þess má geta að á síðasta ári hafði stærsta sending ólöglegs vopnabúnaðar sem tollverðir haldlögðu að geyma nær 200 grömm af sprengipúðri, á annan tug kast- og fjaðurhnífa, kylfur, handjárn og sveðju. Sú sending kom hingað til lands í gámi sem sagður var innihalda einungis búslóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók málið til meðferðar og lauk því með útgáfu sektargerðar.

Haldlögð vopn

Haldlögð vopn af ýmsu tagi

Til baka