Nær þúsund ólöglegum vefsíðum lokað

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Hálf opin hurð

Nær þúsund ólöglegum vefsíðum lokað

08.12.2015

Nær þúsund vefsíðum sem seldu falsaðan varning var lokað  í  alþjóðlegri aðgerð undir heitinu In Our Sites (IOS) VI. sem fram fór í síðasta mánuði.

Íslenska tollgæslan tók þátt í aðgerðinni sem  gerð var á vegum Europol, Interpol auk bandarískra yfirvalda og naut hún liðsinnis embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við verkefnið.  Ekki kom til þess að slíkum vefsíðum væri lokað hér á landi en Tollstjóri átti samstarf með rétthöfum varðandi ólöglegar síður í öðrum löndum.

Aðgerðin náði til nítján landa og var samtals 999 ólöglegum vefsíðum lokað. Þær seldu meðal annars  falsaða varahluti, íþróttavörur, raftæki,  skartgripi og merkjavöru, lyf og hreinlætisvörur. Markmið þessa átaks var að stöðva ólöglega verslun og auka öryggi netverslunar fyrir neytendur.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið umfram þær sem fram koma hér að neðan.

 

Sjá nánar:

www.europol.europa.eu/content/operation-our-sites-ios-takes-down-999-websites-selling-counterfeit-goods

www.interpol.int/News-and-media/News/2015/N2015-210

Til baka