Innflutningur á bjór

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Innflutningur á bjór

06.01.2016

Vakin er athygli á leiðréttingu fréttar á heimasíðu Tollstjóra frá 23. desember 2015 en fréttin fjallar um áramótabreytingar á aðflutningsgjöldum. Í 2. tölulið fréttarinnar er að finna upptalningu á tollskrárnúmerum en virðisaukaskattur á vörum í þeim númerum lækkaði um áramót úr 24% í 11%. Við upptalninguna hefur nú verið bætt þeim tollskrárnúmerum sem innihalda bjór, þ.e. 2203.0091 – 2203.0099. Þegar er byrjað að tollafgreiða bjór með 11% virðisaukaskatti auk þess sem aðflutningsskýrslur vegna innflutnings á bjór frá áramótum hafa verið leiðréttar.

Til baka