Breytingar á tollskrá 2016

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á tollskrá 2016

08.01.2016

Þann 1. janúar síðastliðinn voru gerðar nokkrar breytingar á tollskrá.  Breytingarnar má finna í heild sinni á vefsíðu stjórnartíðinda en hér á eftir er stiklað á helstu atriðum þeirra.  Athygli er vakin á því að veftollskrá embættisins hefur verið uppfærð en prentaðar breytingar verða fáanlegar fljótlega.

Helstu breytingar

  • Flök í bitum eru réttilega flokkuð sem flök.  Borið hefur á því að bitanúmer í undirskiptingum fyrir annað fiskkjöt en flök hafi valdið ruglingi og hafa þessi númer því verið fjarlægð.  Þeim aðilum sem hafa notað þessi númer fyrir flök í bitum er bent á bitanúmerin undir flakaskiptingunum.  Dæmi: Kæld roðflett ýsa í bitum flokkast ekki í tollskrárnúmer (tnr.) 0304.5311 heldur í tnr. 0304.4431.  Fryst roðflett ýsa í bitum flokkast ekki í tnr. 0304.9541 heldur í tnr. 0304.7231.
  • Í tnr. 2105.0021 og 2105.0029 flokkast nú ís úr soja, hrísgrjónum, höfrum, hnetum eða möndlum.  Annar ís með undir 3% mjólkurinnihaldi flokkast nú í tnr. 2105.0091 og 2105.0099
  • Matvæli sem innihalda nikótín, s.s. tyggjó hafa fengið sitt eigið númer og flokkast núna í tnr. 2106.9069 og aðrar nikótín vörur, s.s. plástrar og hylki fyrir rafvindlinga flokkast í tnr. 3824.9012
  • Mýkingarefni hafa verið ranglega flokkuð í íslensku skránni í tnr. 3402.2022 en rétt er að þessi efni eiga að flokkast í tnr. 3809.9111.
  • Plasthylki o.þ.h. hafa verið ranglega flokkuð í íslensku skránni í tnr. 3922.9001 en rétt er að þessar vörur eiga að flokkast í tnr. 3924.9011
  • Flygildi (drónar) hafa fengið sérstök númer.  Flygildi með myndavélum flokkast í tnr. 8525.8010 en án myndavéla í tnr. 8802.1110

 

Sjá einnig frétt um breytingar á aðflutningsgjöldum og fleiru um áramót 2015/2016

Til baka