Gæðastjórnun innleidd hjá Tollstjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Gæðastjórnun innleidd hjá Tollstjóra

12.01.2016

Tollstjóri hefur innleitt gæðastjórnkerfi sem tekur til allra þátta í starfsemi embættisins. Í janúar 2014 var formlega hafin vinna við að innleiða kröfur ISO 9001 staðalsins sem ber íslenska heitið „Gæðastjórnunarkerfi kröfur.“ Þeirri vinnu lauk á nýliðnu ári með viðurkenningu vottunarstofu á að embætti tollstjóra hafi innleitt ISO 9001 kröfurnar í starfsemi sinni og fylgi nú þessum kröfum.

Vottunin nú er mikill og stór áfangi þar sem allir starfsmenn Tollstjóra hafa lagt sig fram og unnið vel til þess að ná þessu markmiði sem mun tvímælalaust hafa jákvæð áhrif á starfsemi embættisins í formi bættrar þjónustu. Gildir þá einu hvort um er að ræða afgreiðslu á innheimtu opinberra gjalda, tolleftirlit eða þjónustu við tollafgreiðslu vegna inn- eða útflutnings.

Gildi Tollstjóra eru traust, samvinna og framsækni. Embættið kappkostar að þessi gildi séu í hávegum höfð og að þau varði alla þá sem þurfa á þjónustu þess að halda. Kröfur ISO 9001 styðja einnig vel við þessi gildi þ.e. að uppfylla þarfir og væntingar þeirra sem embætti tollstjóra vinnur fyrir, sem er íslenskt samfélag.

Til baka