Útborgun barna- og vaxtabóta

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Útborgun barna- og vaxtabóta

01.02.2016

Einungis þeir sem hafa skráð upplýsingar um bankareikning til greiðslu inneigna fengu greiddar barna- og vaxtabætur í dag 1. febrúar 2016. Þeim sem ekki fengu bæturnar greiddar er bent á að fara inn á vefinn skattur.is, skrá upplýsingar um bankareikning sinn og senda síðan tölvupóst á netfangið fyrirspurn@tollur.is með upplýsingum um kennitölu og ósk um að greiða bæturnar út. 

Hægt er að nálgast yfirlit yfir útgreiðslu barna og vaxtabóta á vefnum island.is (mínar síður).


Í frétt Fjársýslu ríkisins sem birt var s.l. föstudag kemur m.a. fram:

„Bætur eru lagðar inn á bankareikninga bótaþega sem eru með skráða bankareikninga hjá innheimtumönnum ríkissjóðs. Ef upplýsingar um bankareikninga liggja ekki fyrir, verða bætur greiddar út hjá innheimtumanni, eftir að upplýsingar um bankareikning hafa verið gefnar upp. Unnt er að tilkynna um bankareikning hjá innheimtumönnum ríkissjóðs og á www.skattur.is.“

Sjá nánar í frétt Fjársýslu ríkisins

Til baka