Sterar í frímerkjaalbúmum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Sterar í frímerkjaalbúmum

25.02.2016

Tollverðir haldlögðu í síðasta mánuði tvær bögglapóstsendingar sem innihéldu mikið magn stera. Sterunum hafði verið komið fyrir í frímerkjaalbúmum, sem áður hafði verið skorið innan úr, þannig að rúm fyrir þá myndaðist. Albúmin höfðu síðan verið innsigluð með glæru plasti. Þau reyndist innihalda 16.394 steratöflur og 1.635 millilítra af fljótandi sterum í stunguglösum og ampúlum.

Í sendingunum tveimur sem komu frá Svíþjóð voru samtals 20 albúm, framleidd í Kína,  sem flest innihéldu stera, en fáein voru þó tóm.

Málið var sent til fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur lokið rannsókn þess og telst það upplýst.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.

Efnin sem fundust

 

Fleiri myndir

Til baka