Captain America leikfang með amfetamíni sent á 11 ára barn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Captain America leikfang með amfetamíni sent á 11 ára barn

02.03.2016

Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar  stöðvuðu í síðasta mánuði UPS sendingu frá Filippseyjum sem innihélt þrjá plastpoka af amfetamíni. Búið hafði verið um pakkann, sem stílaður var á 11 ára gamalt barn, eins og um afmælisgjöf væri að ræða. Í honum var leikfang, Captain America plastdúkka og í maga hennar fundu tollverðir pokana þrjá, sem innihéldu samtals 12 grömm af amfetamíni.

Lögreglan á Suðurnesjum annaðist rannsókn málsins og  er henni lokið.

 

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.

Captain America leikfangið reyndist innihalda amfetamín

Til baka