Tíu þúsund tonn ólöglegra matvæla gerð upptæk

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tíu þúsund tonn ólöglegra matvæla gerð upptæk

01.04.2016

Rúmlega tíu þúsund tonn af ólöglegum matvælum og milljón lítrar af ólöglegum drykkjarvörum voru gerð upptæk í viðamikilli, alþjóðlegri aðgerð undir heitinu Opson V sem lauk nýverið. Íslenska tollgæslan og Matvælastofnun tóku þátt í aðgerðinni sem  gerð var á vegum Europol og INTERPOL. Nutu tollgæslan og Matvælastofnun liðsinnis embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við verkefnið.

Hér á landi komu upp fáein mál í tengslum við aðgerðina, einkum varðandi fæðubótarefni sem bárust til landsins á þeim tíma sem hún stóð yfir.

Markmið aðgerðarinnar, sem náði til 57 landa,  var að vernda heilsu og öryggi almennings gegn hættulegum efnum sem eru notuð í hin ólöglegu matvæli og drykkjarvörur. Sem dæmi má nefna að haldlögð voru rúmlega 85 tonn af ólívum sem penslaðar höfðu verið með upplausn sem innihélt kopar og súlfat til að breyta lit þeirra.  

 

Nánari upplýsingar á:

Frétt á vef Europol

Frétt á vef Interpol 

Til baka