Tollverðir haldlögðu 6 kíló af hassi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollverðir haldlögðu 6 kíló af hassi

28.04.2016

Erlendur karlmaður, sem tollverðir stöðvuðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðustu viku reyndist hafa meðferðis sex kíló af hassi. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn og millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Grænlands.

Við hefðbundið eftirlit fundu tollverðirnir hassið, sem pakkað hafði verið niður með farangri hans, og haldlögðu það. Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins, sem telst upplýst.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.

Til baka