Gjalddagar uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Gjalddagar uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu

02.05.2016

Á árinu 2015 var í gildi tímabundið lengri greiðslufrestur (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum. Það ákvæði féll úr gildi 31. desember 2015.

Tímabundið lengri greiðslufrestur mun aftur taka gildi skv. lögum nr. 33/2016 um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt (gjalddagar aðflutningsgjalda) og gilda afturvirkt um eindaga aðflutningsgjalda sem skuldfærð hafa verið á tímabilinu frá 1. mars 2016.  Greiðsluseðlar frá Tollstjóra vegna innheimtu skuldfærðra aðflutningsgjalda munu endurspegla þetta.

Þeir innflytjendur og tollmiðlarar sem stunda SMT/EDI tollafgreiðslu þurfa sérstaklega að skoða þessar breytingar m.t.t. þess að hugbúnaður þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu virki rétt, þ.e. móttaka CUSTAR skeyta og úrvinnsla upplýsinga í þeim. CUSTAR skeytin eru tilkynningar frá Tollstjóra um tollafgreiðslu vörusendingar og skuldfærslu aðflutningsgjalda.

Sjá ennfremur nýtt yfirlit yfir uppgjörstímabil og gjalddaga fyrir árið 2016 í þessu pdf skjali.

Til baka