Hamborgari sendur frá Ungverjalandi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hamborgari sendur frá Ungverjalandi

01.09.2016

Það er ýmislegt sem rekur á fjörur tollvarða þegar þeir eru við eftirlitsstörf sín. Þar má til dæmis nefna póstsendingu sem barst hingað til lands frá Ungverjalandi nýverið. Hún innihélt nefnilega heilan MacDonalds hamborgara sem einhver hafði greinilega keypt og ákveðið að senda vini sínum á Íslandi. Borgarinn var með öllu tilheyrandi, rétt eins og verið væri að afhenda hann til viðskiptavinar.

Þar sem kjötið var fulleldað ákváðu tollverðir að leyfa sendingunni að fara áfram til viðtakanda, en hver örlög hamborgarans urðu eftir ferðalagið, sem tók sjö til tíu daga, er ekki vitað.

Til baka