Ný innflutningsskýrsla - breytt innleiðingaráætlun vegna seinkana

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ný innflutningsskýrsla - breytt innleiðingaráætlun vegna seinkana

27.09.2016

  1. Tollstjóri hefur ákveðið að taka í notkun nýja innflutningsskýrslu (SAD-eyðublað innflutnings) í upphafi árs 2017.
  2. Innleiðingaráætlun nýrrar innflutningsskýrslu verður breytt þannig að fyrirtækjum verður gefinn kostur á að uppfæra hugbúnað sinn á tímabilinu fram til 30. nóvember 2017.
  3. Tollstjóri mun því taka við tollskýrslum á eldra formi fram að ofangreindri dagsetningu.  Eftir þann tíma fellur tollskýrslueyðublað E-1. vegna innflutnings úr gildi nema gagnvart leiðréttingum á eldri tollafgreiðslum.

Til baka