Umtalsvert magn af sterum haldlagt

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Umtalsvert magn af sterum haldlagt

01.11.2016

Tollverðir hafa það sem af er þessu ári haldlagt umtalsvert magn af sterum. Um er að ræða 21.242 töflur, 10.937 millilítra af vökva og 426 grömm af dufti.

Stærsta málið sem upp hefur komið á árinu var póstsending frá Danmörku sem reyndist innihalda 15.394 töflur og 1.635 millilítra.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.

Sterar af ýmsum gerðum

Til baka