Rúmlega 4500 ólöglegum netsíðum lokað

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Rúmlega 4500 ólöglegum netsíðum lokað

01.12.2016

Rúmlega 4500 vefsíðum sem seldu falsaðan varning var lokað  í  alþjóðlegri aðgerð undir heitinu  In Our Sites (IOS) VII. sem lauk nýverið. Íslenska tollgæslan tók þátt í aðgerðinni sem  gerð var á vegum Europol, Interpol auk bandarískra yfirvalda og naut hún liðsinnis embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við verkefnið.  Ekki kom til þess að slíkum vefsíðum væri lokað hér á landi. 

Aðgerðin náði til 27 landa. Á hinum ólöglegu vefsíðum voru meðal annars seldir  falsaða varahluti, íþróttavörur, raftæki,  skartgripir og merkjavara, lyf og hreinlætisvörur. Markmið þessa átaks var sem fyrr að stöðva ólöglega verslun og auka öryggi netverslunar fyrir neytendur.

Nánar í frétt á vef Europol

Til baka