Breytingar á tollskrá, aðflutningsgjöldum o.fl.

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á tollskrá, aðflutningsgjöldum o.fl.

31.12.2016

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2017 nema annað sé tekið fram. 

Ábendingar
Útflutningur - Um útflutning gildir: Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu. 

Innflutningur - Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Tollstjóra má skoða annarsvegar tegundir tolla og hinsvegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra.

1.
Breyting á tollskrá
Breytingin er skv. auglýsingu nr. 123/2016 um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88/2005, m.s.br. (A-deild Stjórnartíðinda). Breytingarnar eru umfangsmiklar en varða inn- og útflytjendur mismikið. Nánari upplýsingar eru á þessari vefsíðu Breytingar á tollskrá 1. janúar 2017.

2.
Lækkun tolla á vörum í tollskrárnúmerum sem heyra undir 25. til 97. kafla
Tollur á vörum í tollskrárnúmerum sem heyra undir 25. til 97. kafla í tollskrá í viðauka I við tollalögin verður 0% og 0 kr./kg.

Heimild: 15. gr. laga nr. 125/2015 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016.

3.
Lækkun tolla á vörum í tollskrárnúmerinu 2005.2003
Tollur á vörum í tollskrárnúmerinu 2005.2003 í tollskrá í viðauka I við tollalögin verður 0% og 0 kr./kg.

Heimild: 13. gr. laga nr. 125/2015 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016.

4.
Hækkun magntolls (A1) á vörum í tollskrárnúmerum í 4. kafla tollskrár
Tollar hækka á mjólk, rjóma og ostum í neðangreindum númerum:

 

A

A1

E

 

%

kr./kg

%

0402.1010

30

574

0402.1090

30

574

0402.2100

30

717

0402.2900

30

715

0402.9100

30

715

0402.9900

30

715

0406.2000

30

715

0406.3000

30

715

0406.4000

30

832

0406.9000

30

832


Heimild: 57. gr. laga nr. 102/2016  um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra (búvörusamningar, búnaðarlagasamningur).

5.
Kolefnisgjöld á eldsneyti, K* gjöld, hækka

Nefnd kolefnisgjöld verða þessi:
K2    Kolefnisgjald. Gas- og díselolía:  6,30 kr./lítra
K3    Kolefnisgjald. Bensín:  5,50 kr./lítra
K5    Kolefnisgjald. Brennsluolía:  7,75 kr./kg
K6    Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni:  6,90 kr./kg 

Heimild: 16. gr. laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017. 

6.
Vörugjald af bensíni, LB gjald, hækkar
Gjaldið verður:
LB    Vörugjald af bensíni: 26,80 kr./lítra. 

Heimild: 11. gr. laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.

7.
Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld, hækka
Gjöldin verða:
C1    Blýlaust bensín: 43,25 kr./lítra
C2    Annað en blýlaust bensín: 45,85 kr./lítra 

Heimild: 12. gr. laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.

8.
Olíugjald, C3 gjald, hækkar
C3    Olíugjald á gas- og dísilolíu og ennfremur á steinolíu til ökutækja: 60,10 kr./lítra 

Heimild: 13. gr. laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.  

9.
Áfengisgjöld, VX, VY og VZ, hækka
Áfengisgjöld verða:
VX    Áfengisgjald – Öl o.fl.: 117,25 kr./cl af vínanda umfr. 2,25% 
VY    Áfengisgjald – Vín: 106,80 kr./cl af vínanda umfr. 2,25%
VZ    Áfengisgjald – Annað áfengi: 144,50 kr./cl af vínanda umfr. 0%  

Heimild: 3. gr. laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.

10.
Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 hækka

Tóbaksgjöldin verða:
T1    Tóbaksgjald – vindlingar:  604,75 kr.á hvern pakka; 20 vindlingar
T2    Tóbaksgjald – annað tóbak:  33,60 kr./gramm

Heimild: 5. gr. laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.

11.
Úrvinnslugjöld, B* gjöld, breytast

Þessar breytingar eru skv. 31. - 40. gr. laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017 og breyta 
lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002

Við 6. mgr. 7. gr. a laganna bætast eftirfarandi tollskrárnúmer og eru undanþegin úrvinnslugjaldi skv. nánari skilyrðum: 3923.2102 og 3923.2103. 

BS gjald á í tollskrárnúmerum 8704.9012 og 8704.9015 fellur niður

BL    Í stað „30,00 kr./kg“ hvarvetna í viðauka IV við lögin kemur: 35,00 kr./kg. (T)

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka V við lögin: 
BF    Í stað „30,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 26,00 kr./kg.  (T)
BF    Í stað „170,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 150,00 kr./kg.  (T)
 
BE    Í stað „42,00 kr./kg“ hvarvetna í viðauka VIII við lögin kemur: 38,00 kr./kg. (T)
 
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka X við lögin: 
BH    Í stað „45,50 kr./kg“ hvarvetna kemur: 100,00 kr./kg.  (T)
BH    Í stað „85,50 kr./kg“ hvarvetna kemur: 188,00 kr./kg.  (T)
BH    Í stað „101,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 222,00 kr./kg.  (T)
BH    Í stað „279,50 kr./kg“ hvarvetna kemur: 615,00 kr./kg.  (T)
BO    Í stað „2,50 kr./stk.“ hvarvetna kemur: 6,00 kr./stk.  (S)
 
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XI við lögin: 
BA    Í stað „111,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 44,00 kr./kg.  (T)
BA    Í stað „332,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 133,00 kr./kg.  (T)
BA    Í stað „442,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 177,00 kr./kg.  (T)
BA    Í stað „663,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 265,00 kr./kg.  (T)
BA    Í stað „884,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 354,00 kr./kg.  (T)
BA    Í stað „1.767,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 707,00 kr./kg.  (T)
BB    Í stað „20,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 8,00 kr./kg.  (S)
BC    Í stað „20,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 8,00 kr./kg.  (T)
BC    Í stað „28,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 11,00 kr./kg.  (T)
 
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XII við lögin: 
BD    Í stað „150,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 360,00 kr./kg.  (T)
BD    Í stað „250,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 600,00 kr./kg.  (T)
BD    Í stað „500,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 1.200,00 kr./kg.  (T)
BD    Í stað „600,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 1.440,00 kr./kg.  (T)
BD    Í stað „800,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 1.920,00 kr./kg.  (T)
BD    Í stað „1.200,00 kr./kg“ hvarvetna kemur: 2.880,00 kr./kg.  (T)

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XVI við lögin: 
BR    Í stað „40,00 kr./kg“ í tollskrárnúmerinu 4012.9000 kemur: 8,00 kr./kg.  (T)
BS    Í tollskrárnúmerum 8703.4021-8703.9020 kemur 1.400 kr./stk. sbr. b-lið 39. gr. laga nr. 126/2016  (T)

Viðauki XIX við lögin breytist:
BU    Sjá upphæðir í 40. gr. laga nr. 126/2016 (T)

 (S) = taxti gjalds er tengdur gjaldakódanum
 (T) = taxti gjaldakóda er mismunandi eftir tollskrárnúmerum 

12.
Flutningsjöfnunargjöld á olíuvörum (eldsneyti), J* gjöld, taxtar breytast

Gjöldin verða þessi:
J1    Bifreiðabensín: 0,57 kr. á lítra
J2    Flugsteinolía (þotueldsneyti): 0,12 kr. á lítra
J3    Gasolía: 0,76 kr. á lítra
J4    Flugvélabensín: 0,12 kr. á lítra
J5    Aðrar olíur og blöndur til brennslu: 0,05 kr. á kg. 

Heimild: Auglýsing nr. 1164/2016 um flutningsjöfnunargjald á olíuvörum

13.
Breytingar á gjalddögum uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu; fyrirkomulag fært til fyrra horfs frá og með 1. janúar 2017

Á árinu 2016 hafa verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestir (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum, sbr. ákvæði til bráðabirgða nr. XIV við Tollalög nr. 88/2005. Þær reglur falla úr gildi þann 1. janúar 2017.

Frá og með 1. janúar 2017 taka fyrri reglur um uppgjörstímabil og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi.
Þeir innflytjendur og tollmiðlarar sem stunda SMT/EDI tollafgreiðslu þurfa sérstaklega að skoða þessar breytingar m.t.t. þess að hugbúnaður þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu virki rétt, þ.e. móttaka CUSTAR skeyta og úrvinnsla upplýsinga í þeim. CUSTAR skeytin eru tilkynningar frá Tollstjóra um tollafgreiðslu vörusendingar og skuldfærslu aðflutningsgjalda. 

14.
Undanþáguheimild, VSKÖT undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðum, framlengd til 31. desember 2017 

Eftirfarandi heimild í ákvæðum til bráðabirgða XXIV í lögum um virðisaukaskatt er framlengd til 31. desember 2017: „Við innflutning og skattskylda sölu nýrrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar er heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu.“  Sjá nánar ákvæðið í lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Heimild: Sjá um framlenginguna í 8. gr. laga nr. 126/2016 um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2017.

15.
Reglugerðir um tollkvóta
Reglugerð nr. 1004/2016 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.
Birt 23. nóvember 2015.
Gildir frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017. 

Reglugerð nr. 1024/2016 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 28. nóvember  2015.
Gildir frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017.

Reglugerð nr. 1003/2016 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 23. nóvember 2015.
Gildir frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017. 

Reglugerð nr. 1216/2016 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka IVA og IVB við tollalög.
Birt 30. desember  2016.
Gildir frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2017. 

16.
Lokun á sjálfvirkri EDI/VEF-tollafgreiðslu
Vegna breytinga á gjöldum og tölvuvinnslu verður lokað fyrir sjálfvirka EDI/VEF-tollafgreiðslu hjá Tollstjóra frá kl. 14:00 þann 31. desember 2016 til kl. 12:00 þann 2. janúar 2017.

17.
Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. janúar 2017 vegna tollafgreiðslu, verða aðgengilegir hér á vef Tollstjóra 30. desember 2016.
Sérstaklega er bent á að nauðsynlegt er að sækja einnig svokallaða hlutfallstöflu BV og BX úrvinnslugjalda af pappa, pappírs- og plastumbúðum. Sjá nánar vefsíðu tollskrárlykla.

18.
Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: Upplýsingatæknideild, Rekstrar- og upplýsingatæknisviði, hjá Tollstjóra
ttu[hja]tollur.is eða þjónustuvakt, sími: 560 0505 

Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollasviðs Tollstjóra, sími 560 0315

Til baka