Tollverðir haldlögðu 184 lítra af nikótínvökva

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Borði og bergrisi

Tollverðir haldlögðu 184 lítra af nikótínvökva

09.03.2017

Tollverðir hafa að undanförnu haldlagt rúmlega 184 lítra af nikótínvökva sem flytja átti inn í landið. Flestar komu sendingarnar, fimm talsins, frá Bandaríkjunum en einnig frá Bretlandi og Hong Kong. Í flestum tilvikum var um hraðsendingar að ræða en einnig fáeinar póstsendingar. Þá voru tvær sendingar sem innihéldu merkimiða á nikótínvökva einnig haldlagðar en slíkt varðar brot á lyfjalögum. Athygli skal vakin á því að um er að ræða bráðabirgðatölur.

Stærsta nikótínvökvasendingin innihélt rúmlega 81 lítra og var þar um að ræða hraðsendingu frá Bandaríkjunum.  Næststærsta sendingin innihélt 48 lítra og barst hún frá Bretlandi.

Tollstjóri hefur kært umrædd mál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli lyfjalaga 93/1994, lyfsölulaga 30/1963, reglugerðar nr. 212/1998, um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota og tollalaga 88/2005.   

 

Mikið magn af nikótínvökva hefur verið haldlagt að undanförnu eins og myndin ber með sér.

 

Til baka