Vinnustofur kventollvarða

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg

Vinnustofur kventollvarða

02.11.2017

Samtals 25 kventollverðir sóttu vinnustofur sem nýverið voru haldnar hjá embætti Tollstjóra þar sem meðal annars var fjallað um hvað hægt væri að gera til fjölga konum í stétt tollvarða og hvað mætti verða til þess að þær héldust lengur í starfi.

Ofangreind umræða kom fyrst fram í  tengslum við vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðals hjá embættinu.  Forstöðumaður mannauðssviðs í samstarfi við jafnréttisfulltrúa tóku ákvörðun um að halda vinnustofur með kventollvörðum til að kanna líðan og viðhorf þeirra og heyra hvað þær hefðu um þetta að segja.  Tveir starfsmenn mannauðssviðs sáu um skipulag og framkvæmd á vinnustofunum.

Samtals voru haldnar sjö vinnustofur og fengu allir kventollverðir tölvupóst þar sem þeim var kynnt verkefnið og þeim boðin þátttaka.  Þátttakan var valfrjáls en vinnustofurnar voru haldnar á vinnusvæði starfsmanna og á vinnutíma.  Allar sem fengu boð um þátttöku vildu taka þátt í verkefninu. 

 

Til baka