Breytingar á aðflutningsgjöldum ofl.

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á aðflutningsgjöldum ofl.

29.12.2017

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2018 nema annað sé tekið fram. 

Ábendingar
Útflutningur - Um útflutning gildir: Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu. 

Innflutningur - Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Tollstjóra má skoða annarsvegar tegundir tolla og hinsvegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra.

1.
Kolefnisgjöld á eldsneyti, K* gjöld, hækka

Nefnd kolefnisgjöld verða þessi:
K2    Kolefnisgjald. Gas- og díselolía:  9,45 kr./lítra
K3    Kolefnisgjald. Bensín:  8,25 kr./lítra
K5    Kolefnisgjald. Brennsluolía:  11,65 kr./kg
K6    Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni:  10,35 kr./kg 

Heimild: 43. gr. laga nr. 96/2017 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018. 

2.
Vörugjald af bensíni, LB gjald, hækkar
Gjaldið verður:
LB    Vörugjald af bensíni: 27,35 kr./lítra. 

Heimild: 17. gr. laga nr. 96/2017 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018. 

3.
Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld, hækka
Gjöldin verða:
C1    Blýlaust bensín: 44,10 kr./lítra
C2    Annað en blýlaust bensín: 46,75 kr./lítra 

Heimild: 18. gr. laga nr. 96/2017 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018. 

4.
Olíugjald, C3 gjald, hækkar
C3    Olíugjald á gas- og dísilolíu og ennfremur á steinolíu til ökutækja: 61,30 kr./lítra 

Heimild: 20. gr. laga nr. 96/2017 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018. 

5.
Áfengisgjöld, VX, VY og VZ, hækka
Áfengisgjöld verða:
VX    Áfengisgjald – Öl o.fl.: 119,60 kr./cl af vínanda umfr. 2,25% 
VY    Áfengisgjald – Vín: 108,95 kr./cl af vínanda umfr. 2,25%
VZ    Áfengisgjald – Annað áfengi: 147,40 kr./cl af vínanda umfr. 0%  

Heimild: 11. gr. laga nr. 96/2017 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018.

6.
Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2 hækka

Tóbaksgjöldin verða:
T1    Tóbaksgjald – vindlingar:  616,85 kr.á hvern pakka; 20 vindlingar
T2    Tóbaksgjald – annað tóbak:  34,25 kr./gramm

Heimild: 14. gr. laga nr. 96/2017 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018. 

7.
Flutningsjöfnunargjöld á olíuvörum (eldsneyti), J* gjöld, taxtar breytast

Gjöldin verða þessi:
J1    Bifreiðabensín: 0,57 kr. á lítra (engin breyting)
J2    Flugsteinolía (þotueldsneyti): 0,10 kr. á lítra
J3    Gasolía: 0,77 kr. á lítra
J4    Flugvélabensín: 0,25 kr. á lítra
J5    Aðrar olíur og blöndur til brennslu: 0,17 kr. á kg. 

Heimild: Auglýsing nr. 1140/2017 um flutningsjöfnunargjald á olíuvörum

8.
Undanþáguheimild, VSKÖT, fellur úr gildi 31. desember 2017 - þrjár nýjar undanþáguheimildir taka gildi 1. janúar 2018
Í stað undanþáguheimildar, VSKÖT undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðum, sem fellur niður 31. desember 2017 taka gildi 3 nýjar undanþáguheimildir 1. janúar 2018:
    8.1. Undanþáguheimild, VSKRA undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts af rafmagnsbifreiðum. 
    8.2. Undanþáguheimild, VSKVE undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts af vetnisbifreiðum.
    8.3. Undanþáguheimild, VSKTE undanþágukódi, lækkun virðisaukaskatts af tengiltvinnbifreiðum.

Eftirfarandi heimild í ákvæðum til bráðabirgða XXIV í lögum um virðisaukaskatt er framlengd til 31. desember 2020: „Við innflutning og skattskylda sölu nýrrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar er heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu.“  Sjá nánar ákvæðið í lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Heimild: 42. gr. laga nr. 96/2017 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018

9.
Undanþáguheimild, LÖT18 undanþágukódi, lækkun á vörugjaldi (M* gjöld) af ökutækjum bílaleiga
Hámarks lækkun vörugjalds af ökutækjum sem bílaleigur leigja út lækkar úr 500.000 kr. í 250.000 kr. frá og með 1. janúar 2018.

Heimild: 19. gr. laga nr. 96/2017 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018.

10.
Reglugerðir um tollkvóta
Reglugerð nr. 1006/2017 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.
Birt 22. nóvember 2017.
Gildir frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2018. 

Reglugerð nr. 1010/2017 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 23. nóvember  2017.
Gildir frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2018.

Reglugerð nr. 1007/2017 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 22. nóvember 2017.
Gildir frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2018. 

Reglugerð nr. 1096/2017 um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt viðauka IVA og IVB við tollalög.
Birt 14. desember  2017.
Gildir frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2018. 

11.
Lokun á sjálfvirkri EDI/VEF-tollafgreiðslu
Vegna breytinga á gjöldum og tölvuvinnslu verður lokað fyrir sjálfvirka EDI/VEF-tollafgreiðslu hjá Tollstjóra frá kl. 14:00 þann 31. desember 2017 til kl. 12:00 þann 2. janúar 2018.

12.
Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. janúar 2018 vegna tollafgreiðslu, verða aðgengilegir hér á vef Tollstjóra 29. desember 2017.

13.
Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: Upplýsingatæknideild, Rekstrar- og upplýsingatæknisviði, hjá Tollstjóra
ttu[hja]tollur.is eða þjónustuvakt, sími: 560 0505 

Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollasviðs Tollstjóra, sími 560 0315

Til baka