Tveir yfirtollverðir ráðnir

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tveir yfirtollverðir ráðnir

01.06.2018

Þann 3. maí sl. var auglýst eftir tveimur yfirtollvörðum til að sinna hlutverki á 2. stjórnendalagi hjá Tollstjóra. Alls bárust 9 umsóknir.

Tollstjóri hefur nú falið tveimur tollvörðum að taka við starfi yfirtollvarða hjá embættinu. 

Hér er annars vegar um að ræða yfirtollvörð fyrir tolleftirlit Reykjavík og landsbyggð og mun Ársæll Ársælsson taka við því starfi. Ársæll hóf störf hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík árið 1986 en frá 2003 hefur hann sinnt stöðu aðstoðaryfirtollvarðar á Selfossi til dagsins í dag. Ársæll hefur sinnt ýmsum tollgæsluverkefnum á ferlinum svo sem við tolleftirlit og tollafgreiðslu auk þess sem hann starfaði hjá Ríkistollstjóra á árunum 2001 – 2003.

Hins vegar er um að ræða starf yfirtollvarðar fyrir tolleftirlit á Keflavíkurflugvelli og Suðurnesjum sem Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir mun taka við. Guðrún hóf störf hjá Tollstjóranum í Reykjavík árið 1998. Hún hefur starfað við tolleftirlit og tollafgreiðslu í Reykjavík og Hafnarfirði og nú síðast á Keflavíkurflugvelli. Hún hefur sinnt stöðu aðstoðaryfirtollvarðar frá árinu 2006.

Kári Gunnlaugsson hefur gegnt starfi yfirtollvarðar á Keflavíkurflugvelli og síðar í tolleftirlitsdeild embættisins frá árinu 2002. Hann mun nú hverfa til annarra starfa innan embættisins.

Ársæll og Guðrún taka við nýjum hlutverkum í dag 1. júní 2018.

 

Til baka