Þrjú fyrirtæki valin til að taka þátt í tilraunaverkefni um AEO-vottun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Þrjú fyrirtæki valin til að taka þátt í tilraunaverkefni um AEO-vottun

22.06.2018

Fyrirtækin IKEA, Marel og ThorShip hafa verið valin til að taka þátt í tilraunaverkefni Tollstjóra um VRA-vottun (AEO-vottun).  Fyrirtækin voru valin úr hópi umsækjenda þar sem þau uppfylltu skilyrði tilraunaverkefnisins auk þess að gegna mismunandi hlutverkum í aðfangakeðjunni.

Markmiðið með tilraunaverkefninu er að prófa umsóknar- og vottunarferlið áður en AEO-vottunin  verður formlega tekin í notkun. Í lok verkefnisins mun fyrirtækið hljóta AEO-vottun standist það öll öryggisskilyrði og sýni fram á fullnægjandi ferla í tollframkvæmd.

Tollstjóri þakkar öllum þeim fyrirtækjum sem sýndu verkefninu áhuga og bendir á að opnað verður fyrir almennar umsóknir eftir að tilraunaverkefninu lýkur í upphafi næsta árs.

Til baka