Útskrift tollvarða úr Tollskóla ríkisins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Útskrift tollvarða úr Tollskóla ríkisins

28.11.2018

Föstudaginn 23. nóvember s.l. útskrifuðust 29 tollverðir úr Tollskóla ríkisins og er um að ræða stærsta einstaka útskriftarárgang Tollskólans frá upphafi en skólinn sem Tollstjóri starfrækir útskrifaði fyrst tollverði árið 1968. Í þetta sinn útskriftuðust 10 konur og 19 karlmenn.

Námið í skólanum skiptist í kjarnanám sem er yfir 950 kennslustundir að lengd og starfsnám sem fer fram samhliða.

Við útskriftina voru veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur og flutti Tanja Þorsteinsdóttir ræðu fyrir hönd útskriftanemenda. Einnig fluttu ræður Sigurður Skúli Bergsson tollstjóri, Aðalheiður Sigurjónsdóttir skólastjóri Tollskólans og Pétur Örn Helgason varaformaður Tollvarðafélags Íslands.

Hér má sjá mynd af útskriftarhópnum ásamt yfirmönnum í tollgæslunni:

Nýútskrifaðir tollverðir ásamt yfirmönnum Tollgæslunnar.

Til baka