Aðalritari WCO í heimsókn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Skip speglast í hafinu

Aðalritari WCO í heimsókn

20.12.2018

Kunio Mikuriya aðalritari WCO er um þessar mundir staddur á Íslandi í einkaerindum.

Hann gaf sér þó tíma til að líta við á Tryggvagötunni og heimsækja embætti tollstjóra.

Tollasamvinnuráðið (Customs Co-operation Council (CCC)) var stofnað í Brussel 26. janúar 1953 að viðstöddum fulltrúum sautján Evrópulanda. Alþjóðatolladagurinn er nú haldinn hátíðlegur á þessum degi. Árið 1994 var heiti ráðsins breytt í Alþjóðatollastofnunin (World Customs Organization (WCO)) og eru Íslendingar aðilar að stofnuninni. 182 tollstjórnir um allan heim eiga í dag aðild að samtökunum.

Á ljósmyndinni sem tekin var við þetta tækifæri eru frá vinstri Snorri Olsen ríkisskattstjóri og fyrrverandi tollstjóri, Sigfríður Gunnlaugsdóttir alþjóðafulltrúi, Kunio Mikuriya og Sigurður Skúli Bergsson tollstjóri.

Til baka