Fundur Bresk-íslenska viðskiptaráðsins um Brexit

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu

Fundur Bresk-íslenska viðskiptaráðsins um Brexit

07.03.2019

Bretar samþykktu með þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní 2016 útgöngu úr Evrópusambandinu og tilkynntu Bresk stjórnvöld formlega úrsögn úr sambandinu þann 29. mars 2017. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er í daglegu máli kallað Brexit. Í samræmi við 50. gr. sáttmálans um Evrópusambandið var gerður sérstakur útgöngusamningur. Samningurinn var samþykktur í leiðtogaráði Evrópusambandsins 25. nóvember 2018 en felldur af breska þinginu 15. janúar 2019. Stefnt er að því að endurbættur samningur verði lagður fyrir breska þingið 12. mars. Komi ekki til sérstaks samkomulags milli Evrópusambandsins og Bretlands mun Bretland ganga úr ESB 29. mars 2019.

Þann 4. mars héldu Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu fund um Brexit. Fundurinn var haldinn í samvinnu við utanríkisráðuneytið og sendi Tollstjóri fulltrúa á fundinn. Á fundinum voru haldin haldin þrjú erindi um Brexit:

  • Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra;
  • Sendiherra Bretlands á Íslandi, Michael Nevin, fjallar um málið frá sjónarhorni breskra stjórnvalda;
  • Jóhanna Jónsdóttir, verkefnastjóri Brexitmála hjá utanríkisráðuneytinu, fjallar um helstu álitaefni sem uppi eru og þörf er að fá svör við.

    Að lokum var pallborðsumræða þar sem fulltrúar héldu stutta kynningu og svöruðu spurningum úr sal:

  • Hörður Davíð Harðarson, yfirtollvörður
  • Michael Nevin, sendiherra,
  • Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Sigurgeir Þorgeirgeirsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Jóhanna Jónsdóttir, utanríkisráðuneyti

 

Upplýsingasíða utanríkisráðuneytisins um Brexit

Myndir frá fundi Bresk-íslenska viðskiparáðsins

Glærur Jóhönnu Jónsdóttur, verkefnastjóra Brexitmála hjá utanríkisráðuneytinu.

Frá Brexit fundi 4. mars 2019

Til baka