Breyttur opnunartími Tollstjóra, Tryggvagötu 19

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Hluti mósaík listaverksins á Tollhúsinu

Breyttur opnunartími Tollstjóra, Tryggvagötu 19

24.04.2019

Þann 1. maí nk. mun innheimta opinberra gjalda færast til Ríkisskattstjóra og á sama tíma verða breytingar á opnunar- og símatíma Tollstjóra á starfsstöð í Tryggvagötu. Sameiginleg afgreiðsla innheimtusviðs Ríkisskattstjóra og Tollstjóra verður áfram í Tollhúsinu Tryggvagötu 19.

Opnunartími afgreiðslu á Tryggvagötu verður mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00 – 15:30 og föstudaga kl. 09:00 - 14:00. 

Þetta hefur þá þýðingu að símsvörun skiptiborðs og þjónustuvers verður eingöngu aðgengileg á opnunartíma auk þess sem hvorki verður hægt að taka við né afhenda skjöl utan opnunartíma. Afhendingarheimild í þeim tilvikum sem aðflutningsgjöld hafa verið staðgreidd verður ekki gefin út utan opnunartíma þar sem útgáfan krefst aðkomu gjaldkera innheimtusviðs Ríkisskattstjóra. Breytingin mun hins vegar ekki hafa áhrif á fyrirkomulag við rafræna skuldfærslu aðflutningsgjalda á tollkrít.

Opnunartími annarra starfsstöðva Tollstjóra helst óbreyttur.

Símanúmer Tollstjóra verður áfram: 560 0300

Tölvupóstfang Tollstjóra: upplysingar@tollur.is

Greiðslur á tollskýrslum

Reikningsnúmer: 101-26-85002 kt. 540269-6029

Með greiðslum á tollskýrslum skal ávallt senda skýringu með sendingarnúmerum á netfangið gt@rsk.is.

 

Sjá einnig: frétt á vef ríkisskattstjóra

Til baka