Áhættumat Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka á Íslandi

Sleppa leiðarkerfi
ForsíðaForsíða farsímaútgáfu
Seðlar og mynt

Áhættumat Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka á Íslandi

10.05.2019

Þann 5. apríl sl. birti Ríkislögreglustjóri á vefsíðu sinni (PDF skjal) áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka á Íslandi. Áhættumatið byggir á 4. gr. laga nr. 140/2018 og skal m.a. notað til að gera úrbætur á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greina atvinnugreinar eða aðstæður sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breytingu á regluverki, og vera eftirlitsaðilum til leiðbeiningar varðandi áhættumiðað eftirlit.

Tollstjóri hvetur einstaklinga og lögaðila sem stunda inn- og útflutning til þess að kynna sér efni þess, og þá sérstaklega einstaklinga og lögaðila sem í atvinnuskyni eiga viðskipti sem greitt er fyrir með reiðufé, hvort sem viðskiptin fara fram í einni greiðslu eða fleiri sem virðast tengjast hver annarri, að fjárhæð 10.000 evrur eða meira miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. 

 

Til baka