Fíkniefnaleitarteymi útskrifast

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fíkniefnaleitarteymi útskrifast

28.05.2019

Síðastliðinn föstudag útskrifuðust sex teymi fíkniefnaleitarhunda og þjálfara þeirra. Útskriftin fór fram að Hólum í Hjaltadal. Teymin hófu nám í febrúar s.l. og luku prófum í síðustu viku. Yfirumsjón með náminu er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í samvinnu við Menntasetur lögreglunnar. Prófdómarar komu frá hundaskóla Metropolitan lögreglunnar í London.

Tollstjóri er kominn í samstarf við Lögregluna og Fangelsismálastofnun um þjálfun og úttektir fíkniefnaleitarhunda á Íslandi.

Hrafnhildur Jóhannesdóttir og hundurinn Gonni og Stefán Geir Sigurbjörnsson og hundurinn Manne stóðust starfsleyfisúttektina fyrir hönd embættisins. Manne hefur verið hjá embættinu síðastliðin ár og Gonni er ný kominn til embættisins og bjóðum við hann velkominn til starfa.

Til hægri Hrafnhildur Jóhannesdóttir og hundurinn Gonni Til vinstri á myndinniStefán Geir Sigurbjörnsson og hundurinn Manne

Til baka